21.3.2007 | 10:40
Ertu að hugsa um að segja bankanum þínum upp ?
Hellú
Ekkert smá ömulegar þessar auglýsingar frá Sparisjóðunum. Varstu að segja bankanum þínum upp? ömurleg klisja. Eins og maður sé í einhverju ástarsambandi við bankann sinn. Fyrir mér er þetta meira viðskiptalegs eðlis. Viðurkenni það reyndar að ég er í sambandi við sparisjóðinn minn í þau fáu skipti sem þjónustufulltrúinn minn hefur tíma til þess að tala við mig, hef því neyðst til þess að daðra aðeins við banka, kannski flokkast það undir framhjáhald en ef hinn aðilinn í sambandinu er ekki að standa sig verður maður að þreyfa annarsstaðar fyrir sér. Því finnst mér skrýtið að sparisjóðurinn sé að bjóða í samband þegar hann er varla að höndla þau sem fyrir eru. Slysaðist líka til þess að sjá hluta af einu undankvöldi í keppninni fyndnasti maður Íslands á Skjá einum, úff best að segja ekkert nema að ég vona keppninnar vegna að hinir keppendurnir séu betri en þeir sem ég sá á Skjánum þetta kvöldið. Var á Skaganum á laugardagskvöldið hjá Sjálfstæðismönnum gekk mjög vel og þakka ég kærlega fyrir gott kvöld. Heimferðinn gekk hálf brösulega vegna slæms veðurs verst var það á Holtavörðuheiðinni ekkert skyggni maður hélt að jeppatöffararnir myndi hægja á sér í óveðrinu en það var öðru nær, maður var í stórhættu og hrósaði happi yfir því að komast lifandi heim, þeir komu bara á fullri ferð án þess að vita hvað leyndist í bylnum þetta endaði með a.m.k 2 árekstrum á heiðinni. Menn virðast fyllast einhverju mikilmennskubrjálæði um leið og sest er upp í stóra jeppann ætla bara að valta yfir alla.
Hugheilar
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvægt
- Fílsunginn Unginn taka 1
- Dalvík-Reynir gömlu risarnir
- Besta fótboltafélag heims Y.N.W.A
- Litli Fílaprinnsinn Þetta gastu á gamalsaldri
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammmála þér með þessar hallærislegu auglýsingar. Sjálfur hef ég hvergi upplifað verri bankaþjónusu en í Sparisjóð Reykjavíkur, Skólavörðustíg.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.