Útrýmingarhætta

Þá er framsóknarflokkurinn nánast allur og eru pandabirnir mun lífvænlegri nú um stundir, bara 2 eftir í þingflokknum ef marka má nýjustu kannanir þessir 2 verða því að spila ólsen ólsen næstu 4 árin frá og með maí n.k Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Andleysi og moðpokaháttur hafa einkennt flokkinn þetta kjörtímabilið. Fyrir síðustu kosningar ferðuðust framsóknarmenn um á rútu en geta víst látið 3ja dyra Yaris duga þetta vorið. Gæti reyndar notað Guðna Ágústsson með mér í uppistandið sem myndi auka lambkjöt verulega í áhorfendahópnum. Er að spá í að skýra næsta prógram Leitin að síðasta framsóknarmanninum. Hugsa samt til þess með hálfgerðum hryllingi ef vinstri grænir fara að stjórna þeir eru á móti öllu. Finnst reyndar með ólíkindum að einhver þeirra séu gift hélt þau kynnu ekki að segja já. Best að segja ekki neitt um væntanlegt framboð gamlingja og öryrkja gæti flokkast undir kolsvartann húmor og yrði um leið túlkað sem rasismi. Það eru því fáir kostir í stöðunni en ef til vill nógu margir fyrir mig. Helgin fín þrátt fyrir miklar uppistandsannir bæði kvöldin

Hugheilar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þ.Sigurvin Jónsson
Þ.Sigurvin Jónsson
Hlátur lengir lífið. Það að koma einhverjum til að hlæja er góðverk dagsinns

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband