Færsluflokkur: Bloggar
23.2.2012 | 13:42
Kominn á kreik
Það kom að því ég ætla að létta á mér á nýjan leik. Það sem hér birtist endurspeglar mínar skoðanir og kenndir og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir þjóðarinar. Vona að það verði líflegar umræður hér.
Hugheilar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 09:05
Snúrustaurinn reistur upp frá dauðum
Velkomin úr fríi
Þá er það á enda yndislega páskafríið farið og kemur ekki aftur fyrr en eftir ár. Það verður í lagi einhver frí til að stytta tíman fram að því. Gaf mér tíma í þessu fríi til þess að skreppa á skauta, detta einu sinni, koma Stebba grafar yfir 60 ára múrinn, horfa á síðasta Xfactorþáttinn, og reisa snúrustaurinn upp frá dauðum. það segir nú allt sem segja þarf um Xfactorinn að Færeyskur karlkyns snyrtifræðingur sem miðaldra Íslenskur hommi vafinn inn í Íslenska fánann girnist skildi vinna. Úff toppar það samt ekki þegar að Eyvör Pálsdóttir var valinn besta Íslenska söngkonan um árið. Hápunktur páskana var síðan tvímælalaust þegar ég reisti snúrustaurinn hennar Perlu minnar upp frá dauðum í gær. Staurinn hafði legið með höfuðið á jörðinni síðan í haust þegar að trampólínið fauk á hann. Ég var búinn að fá aðstoðarmann til þess að vekja staurinn upp þetta leit ekki vel út staurinn massaður. Plan B var að binda staurinn í Subban og draga hann upp en plan A sem fáir að undaskildum undirrituðum höfðu trú á var að beita fílnum á staurinn. Fílahirðirinn hafði alls enga trú á þessu og krafðist þess að myndavélin yrði gerð klár svo hægt væri að mynda harmleikinn þegar að fíllinn lippaðist niður á staurnum hr. og frú litli pungur voru síðan í stúkusætum og gamla tíkin undir borði þegar tilraunin fór fram. Fíllinn fór í aðskorinn stuttermabol og íþróttabuxur sérstaklega fyrir verkið tók á staurnum og svipti honum upp þetta tók u.þ.b 2 mínútur og 4 myndir. Það borgar sig ekki að vanmeta fílinn. ástæðan fyrir því að ekki var búið að rétta staurinn fyrr var sú að fíllinn var að safna kröftum. Nú getur Perla mín farið að hengja út þvott hvenær sem henni sýnist.
Yfir og út
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2007 | 20:22
Góða helgi
Halló góðir hálsar
Þá staulast maður fram á ritvöllinn aftur eftir stopp vegna utanferðar. Skrapp til Spánar á dögunum sem var bara ágætt fyrir utan ælupest og ólund. Það er komið á framtíðarplanið að skella sér aftur þangað og klára að skoða það sem Barcelona hefur upp á að bjóða eða hluta af því. Barcelona er 5 erlenda borgin sem Fíllinn skemmtir í, næst er það svo Akureyri um helgina. Átakið gengur furðu vel þrátt fyrir óhóf í mat og drykk síðustu viku og enn eitt kílóið fokið samkvæmt mínum útreikningi eru þau orðin 7 frá 8. mars þetta er langtíma markmið svo ég er mjög sáttur. Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili vegna anna við skriftir á öðrum vetfangi. Var beðinn að skrifa grein í blað sem er að koma út og þarf að skila henni í dag þannig að best er að byrja á henni fljótlega. Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 17:15
Garðyrkjumaður fellur
Grasi garðyrkjumaðurinn minn kom í heimsókn gær með stráinn sín með það voru fagnaðaðarfundir í Norðurgötunni þegar hann staulaðist inn bakveikur með samgrónar tær og vísitölufjölskylduna á eftir í halarófu þar sem að stutt var í matartíma var brugðið á það ráð að láta dominos elda kvöldmatin þetta kvöldið eftir bragðdaufar bökurnar ætlaði Grasi að blása til heimferðar en ákvað samt að tékka á veðrinu, kom í ljós að ekki var talið óhætt að aka Siglufjarðarveg með börn, konu, bónuspoka og tengdamömmubox (tómt að þessu sinni) Því var búið um hópinn í svítunni. Grasa hlekktist á í stiganum niður í kjallarann með þeim afleiðinum að hann rann á hryggnum og bakhlutanum niður stigann ef hann væri samkynhneigður hefði hann örugglega fengið raðfullnægingu en þar sem að hann er all eðlilegur fékk hann skurð á augnbrúnina í fallinu. Talið er að orsök slysins sé sú að hann sér ekki orðið fullkomlega niður á tærnar á sér vegna velmegunar svo var hann að tala líka og á erfitt með að gera tvennt í einu. Grasi fór með sjálfann sig til aðhlynningar á F.S.A þar sem gert var að sárum hans. Þrátt fyrir mikinn blóðmissi var hann að sögn sjónarvotta hinn sprækasti í morgun og ætti að vera kominn heim á Siglufjörð núna. Þessi saga segir okkur að víða leynast hættur fyrir garðyrkjumenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2007 | 10:40
Ertu að hugsa um að segja bankanum þínum upp ?
Hellú
Ekkert smá ömulegar þessar auglýsingar frá Sparisjóðunum. Varstu að segja bankanum þínum upp? ömurleg klisja. Eins og maður sé í einhverju ástarsambandi við bankann sinn. Fyrir mér er þetta meira viðskiptalegs eðlis. Viðurkenni það reyndar að ég er í sambandi við sparisjóðinn minn í þau fáu skipti sem þjónustufulltrúinn minn hefur tíma til þess að tala við mig, hef því neyðst til þess að daðra aðeins við banka, kannski flokkast það undir framhjáhald en ef hinn aðilinn í sambandinu er ekki að standa sig verður maður að þreyfa annarsstaðar fyrir sér. Því finnst mér skrýtið að sparisjóðurinn sé að bjóða í samband þegar hann er varla að höndla þau sem fyrir eru. Slysaðist líka til þess að sjá hluta af einu undankvöldi í keppninni fyndnasti maður Íslands á Skjá einum, úff best að segja ekkert nema að ég vona keppninnar vegna að hinir keppendurnir séu betri en þeir sem ég sá á Skjánum þetta kvöldið. Var á Skaganum á laugardagskvöldið hjá Sjálfstæðismönnum gekk mjög vel og þakka ég kærlega fyrir gott kvöld. Heimferðinn gekk hálf brösulega vegna slæms veðurs verst var það á Holtavörðuheiðinni ekkert skyggni maður hélt að jeppatöffararnir myndi hægja á sér í óveðrinu en það var öðru nær, maður var í stórhættu og hrósaði happi yfir því að komast lifandi heim, þeir komu bara á fullri ferð án þess að vita hvað leyndist í bylnum þetta endaði með a.m.k 2 árekstrum á heiðinni. Menn virðast fyllast einhverju mikilmennskubrjálæði um leið og sest er upp í stóra jeppann ætla bara að valta yfir alla.
Hugheilar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2007 | 22:24
Spá í að fara aftur
Hellú
er mikið að spá í að fara með bloggið aftur á gamla góða staðinn http://blog.central.is/fillinn ástæðan er sú að heimsóknir eru miklu fleiri á gömlu síðuna. Er svona að hugsa málið gott væri að fá álit frá ykkur hvort ég eigi að vera hér áfram eða bara halda heim á gamla staðinn.
Hugheilar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 17:51
Öræfaferðir
Enn á ný eru þessir jeppatöffarar til vandræða upp á öræfum. Er með þá kenningu að það sé ekki tippið sem minnkar í hlutfalli við stærð jeppans heldur sé það heilinn. Eftir því sem jeppinn er stærri og öflugri er heillinn minni og slappari. Hvað voru þessi vitleysingar að æða út í óbyggðirnar þegar Siggi stormur spáir brjáluðu veðri ? og eyðileggja með því helgarfríið á c.a 300 björgunarsveitarmönnum. Það á að láta jeppatöffarana borga þetta útkall sjálfa. Löngu tímabært að draga svona ævintýramenn til ábyrgðar. Það á að skylda menn til þess að kaupa leitartryggingu sem stendur straum af kostnaði við leit ef menn eru ekki með hana eiga þeir að sæta ábyrgð og borga sjálfir ef leita þarf að þeim. Það sama á að gilda um rjúpnaskyttur og aðra sem hætta sé til fjalla og geta lent í því að týnast.
Hugheilar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 22:48
Baráttudagur kvenna
Það getur tekið verulega á að tala um jafnrétti eins og blessaður félagsmálaráðherrann fékk að reyna á alþingi í morgun á sjálfum baráttudegi kvenna, þegar hann var að tala um jafnréttis mál sem reyndar virðast yfirleitt snúast um hversu konur eiga erfitt t.d bara með 60% af launum karla þó þær séu bara með 40% af gáfunum Ráðherrann fékk aðsvif í miðri ræðu en sem betur fer var þetta vægt og leið fljótt hjá. Ástæðan var rakinn til af dapurs morgunverðar. Magnús mátti vita það að það getur verið stórhættulegt að tala um viðkvæm mál á fastandi maga einkum og sér í lagi ef konur koma við sögu. Gott að allt fór vel að lokum framsóknarflokkurinn má ekki við frekari áföllum. Hef frétt að þessi helgi verði frekar róleg á Radison Sas hótel Sögu það var víst einhverjum meintum glæpalýð sem átti pantað herbergi bannað að gista. Ég sem var búinn að ráða mig tímabundið í herbergisþjónustu þar. Verð þá líklega bara á netinu í bland við boltann.
Hugheilar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 14:03
Kominn á klakann
Daginn
Loks mættir við bloggtækið. Skrapp til Liverpool í rjúpnaferð eins og komið hefur fram. Það er eins og við manninn mælt að um leið og þotann sleppti brautinni í Keflavík ákvað sveitavargurinn að banna áhugafólki um kynlíf á netinu að gista á hótelinu sínu sennilega eftir þrýsting frá litlausum borgarstjóranum hneyksli ! ekki orð um það meir. Þetta var snildarferð v.i.p miðar á völlinn, stór sigur og nokkrir bjórar. Það var líka mjög gott að byrja á botninum í ferðinni, þ.e.a.s að lenda í Manchester eftir það lá leiðin bara upp á við. Mjög góður hópir sem innihélt m.a einn Evertonmann og þrátt fyrir mikla leit fundum við ekki meira en 5 til viðbótar á ferðum okkar um borgna. Enda eins og mr Warnock stjóri sheffield utd. sagði þegar við hittum hann á hótelinu á föstudagskvöldinu. það segja allir að við séum með smálið eins og Everton. Fórum svo í fjárhúsið í Liverpool á sunnudeginum, Bítlasafnið. Hef aldrei verið hrifinn af Bítlajarminu þó var hvítaherbergið mjög áhrifaríkt og mátti sjá fólk hágráta þar inni sennilega verið Evertonstuðningsmenn. Annars bara best að láta myndirnar tala sínu máli er pennalatur.
Hugheilar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 09:05
Golfferð
Þá styttist óðum í rjúpnaferð 2007 sem að þessu sinni er til Liverpool. Á fimmtudaginn síðdegis verður haldi suður yfir heiðar og síðan er mæting í Leifsstöð kl. 14.10 á föstudaginn og lent í Manchester um kvöldmatarleitið það er án efa eini gallinn við þessa ferð að þurfa að fara þar í gegn. Upphaflega átti þetta að vera fótboltaferð en í ljósi atburða síðustu daga gæti þetta allt eins orðið golfferð þrátt fyrir afleita forgjöf. Ekkert hefur komið fram i Breskum fjölmiðlum þess efnis að einhverjir klámáhugamenn séu væntanlegir þessa helgi frá Íslandi þó að ég hafi það eftir áreiðanlegum heimildum að a.m.k 2 ferðafélaga minna hafi nánast óvart dottið inn á svo kallaða klámsíðu sem sýndi bæði kynin nakin, saman og í sitt hvoru lagi. Enda bretarnir að mestu komnir úr prjónabrókini og út úr moldarkofunum. Annars sé ég bara fram á viðburðarríka helgi og vona að þjóðarskútan fari ekki á hliðina þó að hluti af áhöfninni skreppi frá.
Hugheilar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvægt
- Fílsunginn Unginn taka 1
- Dalvík-Reynir gömlu risarnir
- Besta fótboltafélag heims Y.N.W.A
- Litli Fílaprinnsinn Þetta gastu á gamalsaldri
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar