Snúrustaurinn reistur upp frá dauðum

Velkomin úr fríi 

Þá er það á enda 0 yndislega páskafríið farið og kemur ekki aftur fyrr en eftir ár. Það verður í lagi einhver frí til að stytta tíman fram að því. Gaf mér tíma í þessu fríi til þess að skreppa á skauta, detta einu sinni, koma Stebba grafar yfir 60 ára múrinn, horfa á síðasta Xfactorþáttinn, og reisa snúrustaurinn upp frá dauðum. það segir nú allt sem segja þarf um Xfactorinn að Færeyskur karlkyns snyrtifræðingur sem miðaldra Íslenskur hommi vafinn inn í Íslenska fánann girnist skildi vinna. Úff toppar það samt ekki þegar að Eyvör Pálsdóttir var valinn besta Íslenska söngkonan um árið. Hápunktur páskana var síðan tvímælalaust þegar ég reisti snúrustaurinn hennar Perlu minnar upp frá dauðum í gær. Staurinn hafði legið með höfuðið á jörðinni síðan í haust þegar að trampólínið fauk á hann. Ég var búinn að fá aðstoðarmann til þess að vekja staurinn upp þetta leit ekki vel út staurinn massaður. Plan B var að binda staurinn í Subban og draga hann upp en plan A sem fáir að undaskildum undirrituðum höfðu trú á var að beita fílnum á staurinn. Fílahirðirinn hafði alls enga trú á þessu og krafðist þess að myndavélin yrði gerð klár svo hægt væri að mynda harmleikinn þegar að fíllinn lippaðist niður á staurnum hr. og frú litli pungur voru síðan í stúkusætum og gamla tíkin undir borði þegar tilraunin fór fram. Fíllinn fór í aðskorinn stuttermabol og íþróttabuxur sérstaklega fyrir verkið tók á staurnum og svipti honum upp þetta tók u.þ.b 2 mínútur og 4 myndir. Það borgar sig ekki að vanmeta fílinn. ástæðan fyrir því að ekki var búið að rétta staurinn fyrr var sú að fíllinn var að safna kröftum. Nú getur Perla mín farið að hengja út þvott hvenær sem henni sýnist.

Yfir og út


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey, ekkert svona, hvar eru myndirnar ?? láttu þær koma

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þ.Sigurvin Jónsson
Þ.Sigurvin Jónsson
Hlátur lengir lífið. Það að koma einhverjum til að hlæja er góðverk dagsinns

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband